Aðalfundur Landssambands kúabænda (LK) verður haldinn á Hótel Sögu, 26. og 27. mars n.k. Fundurinn verður settur kl. 10:00 föstudaginn 26. mars og er gert ráð fyrir að honum ljúki um kl. 17:00 laugardaginn 27. mars. Fundurinn er opinn öllu áhugafólki um málefni búgreinarinnar, en nánari upplýsingar um fundinn er að finna á vef LKRead more about Aðalfundur Landssambands kúabænda – 26. -27. mars[…]
Framfarafélags Borgfirðinga stendur fyrir málstofu um möguleika á býflugnarækt, hunangsrækt og ræktun lífrænna jurta laugardaginn 20. mars í Logalandi og hefst hún kl 14:00. Málshefjendur eru forsvarsmenn íslenskra býflugnabænda og Hraundís Guðmundsdóttir á Rauðsgili. Fundurinn hefst kl 14:00 og verða þar seldar kaffiveitingar. Sjá nánar á döfunni á heimasíðu Borgarbyggðar með því að smella hér.
Bændasamtök Íslands hafa tekið saman helstu upplýsingar um skattkerfisbreytingarnar og um framtalsgerð. Upplýsingar þessar henta bæði þeim sem nota bókhaldsforritið dkBúbót sem og hinum sem gera það ekki. Hægt er að nálgast þessar upplýsingar með því að smella hér.
Vert er að vekja athygli á málþinginu Landbúnaður laðar og lokkar sem haldið verður þann 16. mars í Háskólanum á Hólum. Nánar um málþingið og dagskrá má sjá með því að smella hér.