Nautgripasæðingar
ATH. hringja þarf fyrir kl. 09.30 að morgni, ef sæða á sama dag. Talhólfsnúmer til að senda inn pantanir fyrir kúasæðingar: 871-5845
Minnum á eftirfarandi atriði sem þarf að hafa í huga þegar frjótæknir er pantaður:
- Þegar kvígur eru sæddar í stíu, er nauðsynlegt að hafa aðstoðarmann.
- Merkja kýr og kvígur og skrifið númer þeirra sem á að sæða, skiljið eftir símanúmer ef þið eruð ekki við.
- Ef engar upplýsingar eru gefnar og enginn heima, getur frjótæknir að hámarki beðið í 15 mínútur. Rukkað er fyrir heimsókn í þeim tilfellum.
- Kýr og kvígur, sem á að sæða skulu vera bundnar eða í góðu aðhaldi. Frjótæknir skal leysa þær eftir sæðingu.
- Ekki skal bjóða frjótæknum uppá að sæða gripi á legubásum, það er mjög slæm vinnuaðstaða og því minni líkur á að kýnar haldi.
- Vinsamlegast takið fram við pöntun, ef kýr eru samstilltar, svo frjótæknir eigi örugglega til sama naut næsta dag.
- Athugið að fjósin ykkar eru einnig vinnustaður frjótækna.
- Góð aðstaða – Betri árangur