Aðalfundur BV 2010

 

fundurAðalfundur Búnaðarsamtaka Vesturlands var haldinn í gær miðvikudaginn 24. mars í Lyngbrekku í Borgarbyggð.

Á fundinum fór m.a. fram stjórnarkjör og urðu nokkrar breytingar á stjórn frá því sem verið hefur.
Guðný Jakobsdóttir Syðri-Knarrartungu verður áfram formaður. Varamaður formanns er Halla Steinólfsdóttir Ytri-Fagradal.
Aðrir stjórnarmenn eru kosnir svæðabundinni kosningu sem fór þannig:
Úr Mýra- og Borgarfjarðarsýslu voru kosin Þórhildur Þorsteinsdóttir Brekku Norðurárdal og Daníel Ottesen Ytra-Hólmi. Varmann þeirra eru Guðbrandur Guðbrandsson Staðarhrauni og Einar Örnólfsson Sigmundarstöðum.
Úr Dalasýslu var kosin Valberg Sigfússon Stóra-Vatnshorni og til vara María Líndal Neðri-Hundadal.
Úr Snæfells- og Hnappadalssýslu var kosinn Þröstur Aðalbjarnarson Stakkhamri og til vara fyrir hann Kristján Magnússon Snorrastöðum.

Eftirfarandi tillögur voru afgreiddar frá fundinum:

Aðalfundur BV haldinn í Lyngbrekku, Borgarbyggð 24. mars 2010 samþykkir að laun stjórnar og nefndarmanna verði eftirfarandi:
Formaður kr. 120.000 á ári og kr 10.000 á fund.
Aðrir stjórnarmenn kr. 50.000 á ári og kr 10.000 á fund.
Varamaður stjórnarmanns fái kr. 10.000 á fund.
Skoðunarmenn reikninga kr. 12.000.
Auk framangreindra launagreiðslna verði greiddur akstur samkvæmt aksturstaxta ríkisins.
Fulltrúar á aðalfundi fái greiddan akstur.
Greiðsla fyrir setu á aðalfundi er ½ dagpeningur en 1. mars 2010 er ½ dagpeningur á dagpeningataxta ríkisstarfsmanna á ferðalögum innanlands kr 8.300.
Fulltrúar sem sitja í Búgreinaráðum fái greiddan akstur samkvæmt aksturstaxta ríkisins.
Greiðsla fyrir setu á Búgreinaráðsfundum er ½ dagpeningur en 1. mars 2010 er ½ dagpeningur á dagpeningataxta ríkisstarfsmanna á ferðalögum innanlands kr 8.300.

Aðalfundur BV haldinn í Lyngbrekku, Borgarbyggð 24. mars 2010 ákvarðar árgjald til BV vegna yfirstandandi árs verði 3000 á gjaldskyldan félagsmann.

Aðalfundur BV haldinn í Lyngbrekku, Borgarbyggð 24. mars 2010 samþykkir fjárhagsáætlun fyrir árið 2010. Smellið hér til að skoða.

Aðalfundur BV haldinn í Lyngbrekku, Borgarbyggð 24. mars 2010 lýsir stuðningi við einarðan málflutning Bændasamtaka Íslands í evrópumálum.

Aðalfundur BV haldinn í Lyngbrekku, Borgarbyggð 24. mars 2010 felur stjórn BV að athuga um að breyta dagsetningu sveitateitis.

Aðalfundur BV haldinn í Lyngbrekku, Borgarbyggð 24. mars 2010 felur stjórn BV að leita eftir samstarfi við LbhÍ um að skoða nýtingu fiskúrgangs til áburðar í jarðrækt. Skoðaðar verði allar hliðar, bæði áburðargildi fiskúrgangs og kostnaðar- og umhverfisliðir.

Aðalfundur BV haldinn í Lyngbrekku, Borgarbyggð 24. mars 2010 felur stjórn BV að taka til skoðunar sameiningu nálægra búnaðarsambanda við BV ef óskir um það berast.

Greinargerð:
Til tals hefur komið sameining bæði Bs.Kjalarnes og Bs.Vestfjarða við BV. Bændur á starfssvæðum þessara sambanda sækja þjónustu til BV og sameining gæti verið eðlilegt framhald þess. Nauðsynlegt er því að BV geri sér sem best grein fyrir áhrifum slíkrar sameiningar.

Aðalfundur BV haldinn í Lyngbrekku, Borgarbyggð 24. mars 2010 beinir því til MAST að viðhaldi sauðfjárveikivarnagirðinga verði sinnt vel, jafnframt verði aflagðar og ónýtar sauðfjárveikivarnargirðingar tafarlaust fjarlægðar.

Aðalfundur BV haldinn í Lyngbrekku, Borgarbyggð 24. mars 2010 beinir því til Landssamtaka Sauðfjárbænda að þau beiti sér fyrir því að komið verði á fót einni útflutningsstofu fyrir lambakjöt.

Aðalfundur BV haldinn í Lyngbrekku, Borgarbyggð 24. mars 2010 beinir því til stjórnar BV að fylgja því eftir við MAST, dýralækna og bændur á starfssvæði samtakanna að framkvæmd garnaveikibólusetningu verði í samræmi við reglugerðir þar um.

Greinargerð:
Nauðsynlegt er að ásetningslömb séu bólusett tímanlega en á því hefur sums staðar verið misbrestur.

Aðalfundur BV haldinn í Lyngbrekku, Borgarbyggð 24. mars 2010 beinir því til Landssamtaka Sauðfjárbænda að fyrirkomulag sem hefur verið við líði á greiðslu á ull síðustu misseri verði fest í sessi.