Ræktun repju og nepju til olíuframleiðslu og uppgræðslu

Búnaðarsamtök Vesturlands stóðu fyrir áhugaverðum hádegisverðarfundi á Hótel Hamri í febrúar sl. þar sem Þóroddur Sveinsson tilraunastjóri hjá LbhÍ á Möðruvöllum fjallaði um ræktun orkujurta á bújörðum og metanvinnslu úr búfjáráburði. Í framhaldi af því er vert að vekja athygli á riti LbhÍ nr. 24 sem heitir Ræktun repju og nepju til olíuframleiðslu og uppgræðslu og er eftir Þórodd Sveinsson og Jónatan Hermannsson. Hægt er að nálgast ritið með því að smella hér.