Niðurstöður afurðaskýrslnanna í nautgriparæktinni við lok mars 2012, hafa verið reiknaðar og birtar á nautgriparæktarsíðunum á vef Bændasamtaka Íslands. Smellið hér til að skoða.
Aðalfundur Búnaðarsamtaka Vesturlands 2012 verður haldinn miðvikudaginn 18. apríl að Hótel Hamri við Borgarnes og hefst kl. 11.00 Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Breytingar á samþykktum. Athugið meðfylgjandi tillögu samþykktanefndar. 3. Kosning fulltrúa til Búnaðarþings (vegna næsta kjörtímabils, 2013-2015). 4. Önnur mál. Athygli er vakin á eftirfarandi ákvæðum í samþykktum BV: 2. gr. Búnaðarfélag erRead more about Aðalfundur Búnaðarsamtaka Vesturlands 2012[…]
Á vef Bændasamtaka Íslands hafa verið birtar upplýsingar um gjaldskrá og reglur vegna kynbótasýninga í hrossarækt 2012. Í pistli frá landsráðunauti í hrossarækt er m.a. rætt um reglur varðandi stóðhesta með erfðagalla, upplestur dómabreytinga á yfirlitssýningum, áverkaskráningu, afmörkun brauta og fleira nytsamlegt. Smellið hér til að sjá pistilinn frá Guðlaugi Antonssyni.
Nú er verið að fara af stað með klaufskurðarbásinn eftir vetrardvala. Kúabændur sem hafa áhuga á því að fá klaufskurð á næstu mánuðum eru hvattir til að panta sem fyrst. Komugjaldið á klaufskurðarbásnum hefur hækkað í 17.000 kr. og tímagjaldið í 7.000 kr. til að standa undir útlögðum kostnaði. Í komugjaldinu er innifalin uppsetning ogRead more about Klaufskurður[…]
Ferðasaga úr ferð nokkurra sauðfjárbænda til Bretlands Landbúnaðarháskóli Íslands hefur tekið þátt í ýmsum samstarfsverkefnum innan Menntaáætlunar Evrópusambandsins sem Ísland er aðili að í gegnum EES samninginn. Eitt þessara verkefna er Sheepsskills verkefnið sem er samstarfsverkefni nokkura Evrópulanda um gerð kennsluefnis og almenn jafningjafræðsla fyrir sauðfjárbændur. Búnaðarsamtök Vesturlands komu að Sheepskills verkefninu með LbhÍ ogRead more about […]