Aðalfundur Búnaðarsamtaka Vesturlands 2012

Aðalfundur Búnaðarsamtaka Vesturlands 2012 verður haldinn miðvikudaginn 18. apríl að Hótel Hamri við Borgarnes og hefst kl. 11.00

Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Breytingar á samþykktum. Athugið meðfylgjandi tillögu samþykktanefndar.
3. Kosning fulltrúa til Búnaðarþings (vegna næsta kjörtímabils, 2013-2015).
4. Önnur mál.

Athygli er vakin á eftirfarandi ákvæðum í samþykktum BV:
2. gr.
Búnaðarfélag er félag bænda á ákveðnu svæði, óháð þeim búrekstri sem þeir stunda, sbr.skilgreiningu Búnaðarlaga nr. 70/1998. Búnaðarfélögin á félagssvæðinu eru aðildarfélög búnaðarsamtakanna og skulu þau fullnægja eftirtöldum skilyrðum:

1) Að lög og reglur samrýmist samþykktum Búnaðarsamtaka Vesturlands og Bændasamtaka Íslands.
2) Að skila félagaskrá, í síðasta lagi á aðalfundi samtakanna. Í félagaskrá skal m.a. skráð hvaða búgrein hver félagsmaður stundar.
3) Að skila aðalfundargerð og endurskoðuðum ársreikningi fyrir lok nóvember.

Úr 6. gr.
Aðalfundur Búnaðarsamtaka Vesturlands skal haldinn fyrir lok aprílmánaðar ár hvert. Þau ár sem kosning til Búnaðarþings fer fram, skal þó ákvæði samþykkta Bændasamtaka Íslands gilda eftir því sem við á. Hvert búnaðarfélag innan samtakanna kýs fulltrúa til setu á aðal- og aukafundum þeirra sem hér segir:
– Félög með 11 til 20 félaga kjósi 1 fulltrúa.
– Félög með 21 til 30 félaga kjósi 2 fulltrúa.
– Félög með 31 til 40 félaga kjósi 3 fulltrúa.
– Félög með 41 til 50 félaga kjósi 4 fulltrúa
– og félög með 51 félaga og fleiri kjósi 5 fulltrúa.

Kosning fulltrúanna gildir í eitt ár.

Auk þess eiga þar sæti með málfrelsi og tillögurétt fulltrúar búgreinafélaganna, búnaðarþingsfulltrúar á Vesturlandi, starfsmenn Búnaðarsamtakanna og stjórnarmenn þeirra.

Aðalfundur skal boðaður skriflega eða á annan sannanlegan hátt með minnst viku fyrirvara. Hann er lögmætur ef 2/3 hlutar fulltrúa eru mættir. Fundurinn skal opinn öllum félagsmönnum í aðildarfélögum Búnaðarsamtakanna, með málfrelsi og tillögurétt. Sama á við um aukafundi.

Á síðasta aðalfundi BV var eftirfarandi tillaga samþykkt:

1. Aðalfundur BV haldinn að Breiðabliki í Eyja- og Miklaholtshreppi 30. mars 2011 felur stjórn BV að skipa þriggja manna nefnd sem hefur það hlutverk að skoða samþykktir BV og framtíð leiðbeiningaþjónustunnar með tilliti til breytts fjárhagsumhverfis. Nefndin skili af sér fyrir formannafund búnaðarsambandanna 2011.
Greinargerð: Síðan Búnaðarsamtök Vesturlands voru stofnuð hafa samgöngur batnað, samskiptatækni fleygt fram, búskaparhættir breyst, og fækkað hefur í hópi starfandi bænda og búnaðarfélög verið sameinuð. Starfsumhverfi leiðbeiningaþjónustunnar hefur tekið umtalsverðum breytingum síðastliðin ár. Í nýjum búnaðarlagasamningi er töluverður samdráttur í starfsfé til búnaðarsambanda sem mun óneitanlega hafa áhrif á rekstur leiðbeiningaþjónustunnar í heild sinni. Nauðsynlegt er að samhliða þessum breytingum sé starf leiðbeiningaþjónustunnar endurskoðað ásamt samþykktum BV.
Samþykkt samhljóða

Nefndin var skipuð af stjórn BV 29. júní 2011 og í henni sátu: Baldvin Björnsson Skorholti, Guðlaug Sigurðardóttir Hraunhálsi og Hörður Hjartarson Vífilsdal. Nefndin skilaði af sér á formannafundi BV í desember tillögum til breytingar á samþykktum BV.

Æskilegt er að tilkynna á skrifstofu BV í síma 437 1215 eða í tölvupósti á bv@bondi.is eða heh@bondi.is hversu margir fulltrúar koma frá hverju félagi í síðasta lagi föstudaginn 13. apríl.