Bændur eru hvattir til að kynna sér viðbrögð við eldgosum. Upplýsingar er að finna á vef Almannavarna á slóðinni www.almannavarnir.is og á vef Matvælastofnunar. Í síðasta Bændablaði var umfjöllun í tengslum við gosið á Fimmvörðuhálsi og þar eru ýmsar leiðbeiningar sem bændur geta nýtt sér.
Laugardaginn 17.apríl næstkomandi stendur Búnaðarfélag Mýramanna fyrir Vorhátíðinni Mýraeldar. Tilefnið er að nú eru liðin 4 ár frá Mýraeldunum miklu. Vorhátíðin hefst kl. 13.00 í Lyngbrekku þar sem ýmis fyrirtæki og stofnanir verða með sölu og kynningarbása. Einnig verður handverksfólk á staðnum að selja sína framleiðslu. Verðlaunaafhendingar innan Búnaðarfélagsins. Kjötsúpa í boði Sauðfjárbænda verður fyrirRead more about Vorhátíð Búnaðarfélags Mýramanna[…]
Stofnfundur Félags ungra bænda á Vesturlandi verður haldinn á Mótel Venus 311 Borgarnesi. Fimmtudaginn 15.apríl kl 20:00 Að loknum fundi er staðurinn opinn til 01:00 Dagskrá kvöldsins verður með léttu sniði: • Hefðbundin fundarstörf • Kosning í stjórn og varamanna • Varaformaður SUB heldur ræðu • Umræður og spjall hvernig fólk sér fyrir sér starfRead more about Stofnfundur Félags ungra bænda á Vesturlandi[…]
Af því tilefni að nú eru liðin 4 ár frá Mýraeldunum miklu þá verður vorhátíð Búnaðarfélags Mýramanna sett miðvikudaginn 14. apríl með almennum fundi í Lyngbrekku þar sem gagnrýnar umræður verða um ESB og málefni bænda þar að lútandi. Mæta þar frummælendurnir: Jón Baldur Lorange og Kolfinna Jóhannesdóttir, fundurinn hefst kl. 20.30 og eru allirRead more about Búnaðarfélag Mýramanna boðar til almenns fundar um ESB og framtíð landbúnaðar á Íslandi[…]
Viðurkenning fyrir bestu hrúta sæðingastöðvanna var veitt á afmælisráðstefnu Landsamtaka sauðfjárbænda 9. apríl. Á síðasta ári hófu sæðingarstöðvarnar að veita þessa viðurkenningu sem eru farandgripir og mikil listaverk eftir Sigríði Kristjánsdóttur á Grund, styttur af hrúti. Að þessu sinni var það félagsbúið á Ytri-Skógum sem fékk viðurkenningu fyrir besta lambaföðurinn og Hestbúið fyrir besta alhliðaRead more about Verðlaun fyrir bestu hrúta sæðingarstövanna[…]