Laugardaginn 17.apríl næstkomandi stendur Búnaðarfélag Mýramanna fyrir Vorhátíðinni Mýraeldar. Tilefnið er að nú eru liðin 4 ár frá Mýraeldunum miklu. Vorhátíðin hefst kl. 13.00 í Lyngbrekku þar sem ýmis fyrirtæki og stofnanir verða með sölu og kynningarbása. Einnig verður handverksfólk á staðnum að selja sína framleiðslu. Verðlaunaafhendingar innan Búnaðarfélagsins. Kjötsúpa í boði Sauðfjárbænda verður fyrir gesti og Mýrarnaut á Leirulæk og Sláturhúsið á Hellu verða með naut á grillinu. Eitthvað verður af nýjum vélum frá vélafyrirtækjum landsins ásamt sýningu á fornvélum. Þá verður keppni í liðléttingafimi, liðléttingar eru tæki sem eru mikið notuð í landbúnaði í dag. Sett verður upp braut þar sem menn geta spreytt sig í hinum ýmsu þrautum. Um kl.17.00 verður svo gert hlé á hátíðinni.
Kvöldvaka Vorhátíðarinnar hefst síðan kl.20.30 og þar munu stjórna þeir Guðmundur Steingrímsson og Ingi Tryggvason. Fram koma: Samkór Mýramanna, Steinka Páls og ungir og efnilegir tónlistarmenn frá Laugagerðisskóla, Óskar Þór Óskarsson með myndasýningu, Karlakór Kjalnesinga, Sigurður Óli og félagar, Piparsveinabandið og Vorhátíðin endar svo á því að hljómsveitin Festival spilar til kl. 03.00.
Miðaverð á kvöldvöku kr. 2500.- og forsala miða verður í Lyngbrekku kl.13-17.
Styrktaraðilar Vorhátíðarinnar eru: Borgarverk ehf, VÍS, Vélaverkstæði Kristjáns ehf, Sagafl ehf, Björgunarsveitin Brák, Guðmundur Hallgrímsson og Arionbanki.
Sýningar og söluaðilar eru: Rjómabúið Erpsstöðum, Kvenfélag Hraunhrepps, Handverksfólk, Lífland, Orkuver, Fóðurblandan, Kaupfélag Borgfirðinga, Mjólkursamsalan, Jötunn Vélar, Remfló, Sláturfélag Suðurlands, Sláturhúsið á Hellu, Vélaborg, Vélfang, Kemi ehf, Landstólpi, Vélar og þjónusta, og Slökkvilið Borgarbyggðar.