Hugleiðingar vegna eldgoss í Eyjafjallajökli

Ráðunautar hjá BSSL hafa tekið saman hugleiðingu vegna eldgoss í Eyjafjallajökli um það með hvaða hætti bændur og búfjáreigendur geta sem best búið sig undir það sem framundan er. Óvissuþættir eru fjöldamargir varðandi hegðun og úthald gossins en fyrirséð að öskufall og vatnselgur geta haft mikil og afdrifarík áhrif á heilbrigði búfjár, fóðuröflun og framleiðslu búfjárafurða á komandi sumri – svo ekki sé horft lengra fram á veginn. Það á ekki bara við um þau öflugu landbúnaðarhéruð sem liggja næst Eyjafjallajökli heldur getur áhrifanna gætt miklu víðar um landið og gætir þegar í Vestur-Skaftafellssýslu. Þessar hugleiðingar má sjá með því að smella hér.