Ráðunautar BSSL hafa tekið saman efni varðandi útskolun flúors í öskunni úr Eyjafjallajökli og viðbrögð eftir heimildum frá starfsmönnum Háskóla íslands og Landbúnaðarháskóla Íslands. Hægt er að nálgast greinina á heimasíðu BSSL með því að smella hér.
Mýraeldahátíð sem haldin var þann 17.apríl af Búnaðarfélagi Mýramanna heppnaðist afar vel. Þar var samankominn mikill fjöldi sýnenda og sölufólks og voru sölubásar bæði innanhúss í Lyngbrekku og í tjaldi fyrir utan. Sauðfjárbændur í Borgarfirði buðu fólki uppá kjötsúpu og Mýranaut ehf og Sláturhúsið á Hellu grilluðu nautakjöt. Keppt var í liðléttingafimi og sigurvegari varðRead more about Mýraeldahátíð[…]
Fimmtudaginn 15. april var stofnfundur Félags ungra bænda á Vesturlandi og Vestfjörðum haldinn á Mótel Venus. Á fundinn mættu rúmlega 20 manns þrátt fyrir skamman fyrirvara. Á fundinum var farið yfir og samþykkt lög félagsins og samdar ályktanir til þess að fara með á aðalfund S.U.B. auk þess sem kosið var í stjórn félagsins. KosnirRead more about Stofnfundur Félags ungra bænda á Vesturlandi og Vestfjörðum[…]
Ráðunautar hjá BSSL hafa tekið saman hugleiðingu vegna eldgoss í Eyjafjallajökli um það með hvaða hætti bændur og búfjáreigendur geta sem best búið sig undir það sem framundan er. Óvissuþættir eru fjöldamargir varðandi hegðun og úthald gossins en fyrirséð að öskufall og vatnselgur geta haft mikil og afdrifarík áhrif á heilbrigði búfjár, fóðuröflun og framleiðsluRead more about Hugleiðingar vegna eldgoss í Eyjafjallajökli[…]
Á vef Bændasamtakanna á svæðinu ““Efst á baugi”Efst á baugi” er að finna ýmist efni og tengla sem tengjast viðbrögðum bænda vegna gossins, gjóskufalls og mögulegra áhrifa þess. Bent er á reglulegar uppfærslur af þróun gossins á vef Almannavarna, www.almannavarnir.is. Eigendur búfjár eru hvattir til að fylgjast vel með fréttum útvarpsstöðva og vefmiðla. Mikilvæg atriði: – Fylgist meðRead more about Eldgosið í Eyjafjallajökli – Upplýsingar á vef Bændasamtaka Íslands[…]