Á vef Bændasamtakanna á svæðinu ““Efst á baugi”Efst á baugi” er að finna ýmist efni og tengla sem tengjast viðbrögðum bænda vegna gossins, gjóskufalls og mögulegra áhrifa þess. Bent er á reglulegar uppfærslur af þróun gossins á vef Almannavarna, www.almannavarnir.is.
Eigendur búfjár eru hvattir til að fylgjast vel með fréttum útvarpsstöðva og vefmiðla.
Mikilvæg atriði:
– Fylgist með leiðbeiningum almannavarna og lögreglu
– Gætið að öskufalli á ykkar svæði
– Hýsið búfé þar sem því verður við komið
– Tryggið skepnum og útigangi hreint drykkjarvatn
– Gefið dýrum á útigangi hey, vel og oft
– Gott er að útigangur hafi hafi aðgang að saltsteinum
– Komið í veg fyrir að búfénaður drekki úr kyrrstæðu vatni
– Kynnið ykkur leiðbeiningar yfirdýralæknis á vef Matvælastofnunar