Búið er að taka saman yfirlit um niðurstöður afkvæmarannsóknanna sem unnar voru vegna sauðfjársæðingastöðvanna haustið 2010. Hægt er að kynna sér þær niðurstöður á heimasíðu BÍ með því að smellahér.
Nú er lokið árlegri haustfundaferð Landssambands kúabænda. Haldnir voru 12 fundir á 5 dögum víðsvegar um land. Heildarfjöldi fundargesta var um 360 og sköpuðust málefnalegar og góðar umræður. Nánari upplýsingar um haustfundina er að finna á heimasíðunni naut.is. Vert er að vekja sérstaklega athygli á því að fyrir fundina höfðu formaður og framkvæmdastjóri tekið samanRead more about Árlegri haustfundaferð Landssambands kúabænda lokið[…]
Folöld hafa reynst afar móttækileg fyrir sýkingu af völdum Streptococcus zooepidemicus, smitandi hósta, nú í sumar og haust og enn ber nokkuð á veikindum hjá þessum hópi. Í mörgum tilfellum virðast þau hafa góða vörn gegn sjúkdómnum fyrstu tvo mánuðina eftir fæðingu, sem líklega má rekja til mótefna sem þau fá með broddmjólkinni. Að þeimRead more about Ekki mikið um folaldadauða í kjölfar smitandi hósta.[…]
Vert er að vekja athygli á að nú er byrjað að kynna sæðingarhrútana sem verða á sæðingarstöðvunum nú í desember. Kynningu á hverjum hrút fyrir sig má sjá á heimasíðu Bændasamtaka Íslands, með því að smella hér.
Í tilefni af 25 ára afmæli Búnaðarsamtaka Vesturlands þann 23. júní sl. verður haldin málstofa í Ársal, í Ásgarði á Hvanneyri, fimmtudaginn 4. nóvember og hefst kl 13:00. Málstofustjóri verður Eiríkur Blöndal framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands. Að málstofu lokinni verður opið hús hjá Búnaðarsamtökum Vesturlands. Málstofugestir eru hvattir til að líta við og kynna sér starfsemina.Read more about Landbúnaður á Vesturlandi – Horft um öxl og fram á veginn[…]