Nú er lokið árlegri haustfundaferð Landssambands kúabænda. Haldnir voru 12 fundir á 5 dögum víðsvegar um land. Heildarfjöldi fundargesta var um 360 og sköpuðust málefnalegar og góðar umræður. Nánari upplýsingar um haustfundina er að finna á heimasíðunni naut.is.
Vert er að vekja sérstaklega athygli á því að fyrir fundina höfðu formaður og framkvæmdastjóri tekið saman talsvert efni um helstu mál sem eru á borði samtakanna, það hefti má nálgast með því að smella hér og glærur sem sýndar voru á fundunum eru hér.