Ekki mikið um folaldadauða í kjölfar smitandi hósta.

Folöld hafa reynst afar móttækileg fyrir sýkingu af völdum Streptococcus zooepidemicus, smitandi hósta, nú í sumar og haust og enn ber nokkuð á veikindum hjá þessum hópi. Í mörgum tilfellum virðast þau hafa góða vörn gegn sjúkdómnum fyrstu tvo mánuðina eftir fæðingu, sem líklega má rekja til mótefna sem þau fá með broddmjólkinni. Að þeim tíma liðnum standa þau berskjölduð gegn sýkingunni. Nánari upplýsingar og tilvísun í ýtarefni má nálgast á heimasíðu Mast með því að smella hér.