Föstudaginn 5. nóvember verður haldin ráðstefna til heiðurs íslenska birkinu. Ráðstefnan verður haldin á Reykjum í Ölfusi. Við landnám er talið að birki hafi þakið stóran hluta láglendis Íslands og var lengi vel eina trjátegundin sem myndaði skóga. Þá var birkið einnig lengi vel mikilvægasta tréð í íslenskri garðrækt. Í seinni tíð hafa verið fluttar inn ýmsar trjátegundir til að rækta í görðum og skógum landsins og lögð áhersla á að finna réttu kvæmin af hverri trjátegund fyrir sig. En hvernig hefur verið hlúð að ræktun og kynbótum á birkinu á síðustu árum ?
Dagskrá og nánari upplýsingar um ráðstefnuna má nálgast hér.