Búnaðarsamtök Vesturlands

Hvanneyrargötu 3, 311 Borgarnes

Matvælaframleiðsla morgundagsins

Matvælaframleiðsla morgundagsins

Þekktur fyrirlesari frá Ástralíu, Julian Cribb, kemur hingað til lands og heldur erindi um fæðuöryggi og matvælaframleiðslu í heiminum í höfuðstöðvum Íslenskrar erfðagreiningar mánudaginn 17. október kl. 12:00-13:30. Fæðuöflun fyrir sífellt fleiri jarðarbúa á tímum loftslagsbreytinga, umhverfisvandamála, vaxandi vatnsskorts og dvínandi framboðs af áburðarefnum verður einhver mesta áskorun sem mannkynið hefur nokkru sinni tekist áRead more about Matvælaframleiðsla morgundagsins[…]
Ný garnaveikireglugerð

Ný garnaveikireglugerð

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hefur gefið út nýja reglugerð nr. 911/2011 um garnaveiki og varnir gegn henni.  Hún leysir af hólmi reglugerð nr. 933/2007 um sama efni. Á vef Landssamtaka sauðfjárbænda, saudfe.is er að finna samantekt á helstu breytingum á fyrri reglugerð. Þær helstu eru: MAST fer nú alfarið með umsjón og eftirlit með málaflokknum enRead more about Ný garnaveikireglugerð[…]
Ásetningshlutfall sauðfjár almanaksárið 2012.

Ásetningshlutfall sauðfjár almanaksárið 2012.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur ákveðið, að tillögu framkvæmdanefndar búvörusamninga, að til að hljóta fullar beingreiðslur árið 2012 skuli fjöldi vetrarfóðraðra kinda vera að lágmarki 0,6 á hvert ærgildi greiðslumarks á lögbýli. Ákvörðun þessi nær til framleiðslu almanaksárið 2012 og skal miða talningu á fjölda sauðfjár við sannreynda talningu búfjáreftirlitsmanns sem framkvæma skal fyrir 15. aprílRead more about Ásetningshlutfall sauðfjár almanaksárið 2012.[…]
Frjósemi hjá dætrum sæðingastövarhrútanna vorið 2011

Frjósemi hjá dætrum sæðingastövarhrútanna vorið 2011

Rauntölur um frjósemi hjá þremur yngstu árgöngum dætra stöðvarhrútanna hafa verið teknar saman í töflu af Bændasamtökum Íslands. Miklu magni upplýsinga hefur verið safnað saman þar sem skil í skýrsluhaldinu eru meiri en nokkru sinni. Einnig er búið að vinna nýtt BLUP kynbótamat fyrir frjósemi þar sem þessar upplýsingar hafa lagst við eldri gögn. NánarRead more about Frjósemi hjá dætrum sæðingastövarhrútanna vorið 2011[…]