Ásetningshlutfall sauðfjár almanaksárið 2012.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur ákveðið, að tillögu framkvæmdanefndar búvörusamninga, að til að hljóta fullar beingreiðslur árið 2012 skuli fjöldi vetrarfóðraðra kinda vera að lágmarki 0,6 á hvert ærgildi greiðslumarks á lögbýli. Ákvörðun þessi nær til framleiðslu almanaksárið 2012 og skal miða talningu á fjölda sauðfjár við sannreynda talningu búfjáreftirlitsmanns sem framkvæma skal fyrir 15. apríl 2012.

(Af vef Stjórnartíðinda, www.stjornartidindi.is).