Í morgun var birt á heimasíðu Bændasamtaka Íslands, www.bondi.is frétt um tjón á ræktarlöndum vegna álfta og gæsa. Til að afla frekari gagna um tjón vilja Bændasamtökin beina því til bænda að fylla út eyðublað sem fylgir fréttinni og senda til samtakanna á netfangið bpb@bondi.is.
Upplýsingarnar verða notaðar til að leggja mat á umfang tjóns sem bændur verða fyrir vegna ágangs álfta og gæsa. Niðurstöðurnar verða svo teknar saman og sendar til umhverfisráðuneytisins sem hefur með málaflokkinn að gera.
Smellið hér til að skoða frétt BÍ og sækja eyðublaðið sem fylgir fréttinni. Í fréttinni má einni finna ráðleggingar varðandi það hvernig hefta skuli ágang fugla.