Á heimasíðu LbhÍ er hægt að nálgast rafræna útgáfu af kennslubók í sauðfjárrækt. Nýlega var bætt við kafla í bókina og fjallar hann um sögu sauðfjárræktar á Íslandi. Efni kaflans er tekið saman af Árna Bragasyni. Til að nálgast kennslubókina og aðrar rafrænar útgáfur LbhÍ, smellið hér.
Nýir þátttakendur í gæðastýringu í sauðfjárrækt þurfa að sækja um aðild til Matvælastofnunar á þar til gerðum umsóknareyðublöðum sem nálgast má með því að smella hér. Sækja skal um fyrir 20. nóvember ef framleiðandi óskar eftir álagsgreiðslum fyrir næsta ár. Gæðastýringarnámskeið: Eitt af grunnskilyrðum fyrir þátttöku í gæðastýringu í sauðfjárrækt er að hafa sótt undirbúningsnámskeið.Read more about Nýir þátttakendur í gæðastýringu í sauðfjárrækt[…]
Nú líður að fyrsta eindaga mjólkurskýrslna á nýju verðlagsári. Reglurnar eru þær sömu og síðastliðið verðlagsár þ.e. öllum mjólkurskýrslum skal skilað inn í síðasta lagi 10. dag eftir mælingarmánuð og 1 sýnataka á 3ja mánaða fresti. Nú verða hinsvegar meiri peningar í boði og reglan því sú að ef skilað er einu sinni of seint,Read more about Skýrsluhald í nautgriparækt[…]
Við viljum vekja athygli á fjölmörgum námskeiðum sem haldin verða af endurmenntunardeild LbhÍ í vetur. Hér að neðan má sjá lista yfir þau námskeið sem í boði verða og dagsetningar. Hægt er að fá nánari upplýsingar um námskeiðin á heimasíðu LbhÍ, með því að smella hér. 23.9.2009 – Skógrækt og jarðvegsauðlindin – takmarkanir og tækifæriRead more about Námskeið LbhÍ[…]
Í orðsendingu til bænda frá Haraldi Briem sóttvarnarlækni um skepnuhald í influensufaraldri eru menn sem eru ábyrgir fyrir skepnum hvattir til að huga að því hvernig þeir séu í stakk búnir til að bregðast við aðstæðum sem geta komið upp ef margir á heimilinu smitast í einu af inflúensu. Haraldur mælist til að bændur geriRead more about Skepnuhald í influensufaraldri[…]