Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hefur birt auglýsingu um endurskipulagningu varnarlína gegn sauðfjársjúkdómum. Frá því að nefnd um málið skilaði skýrslu um mitt ár 2006 hefur þess verið beðið að tekin yrði ákvörðun um hvernig varnarlínum yrði breytt. Matvælastofnun skilaði tillögum sínum um málið um síðustu áramót. Í tillögum MAST lagði stofnunin áherslu á að varnir gegn riðu- ogRead more about Breytingar á varnarlínum vegna sauðfjársjúkdóma[…]
Dagana 28.-30. ágúst nk. stendur rekstrarfélagið Selás ehf fyrir landbúnaðarsýningu í og við reiðhöllina í Borgarnesi. Smellið hér til að sjá auglýsinguna. Slóð á heimasíðu reiðhallarinnar http://reidholl.123.is/home Á sýningunni munu fjölmörg fyrirtæki sýna og kynna sínar vörur. Það verður mikið um að vera meðan á sýningunni stendur og má nefna m.a. fegurðarsamkeppni íslenska hundsins, dýrasýninguRead more about Landbúnaðarsýningin Glæta 2009 – reidholl.123.is[…]
Ráðherra landbúnaðarmála hefur nú staðfest reglugerð um greiðslumark mjólkur á næsta verðlagsári, 1. september 2009-31. desember 2010. Greiðslumark mjólkur á því verðlagsári verður 155 milljónir lítra, sem jafngildir 116,25 milljónum lítra m.v. 12 mánuði. Greiðslumark yfirstandandi verðlagsárs (1.9.08-31.8.09) er 119 milljónir lítra. Hér er því um svolítinn samdrátt að ræða, þó minni en útlit var fyrir umRead more about Greiðslumark í mjólk 155 milljónir lítra[…]
Komnar eru myndir af nokkrum nýjum hrútum sem munu verða á sæðingastöðvunum í haust. Hrútunum verður síðan í haust skipt á milli stöðvanna tveggja. Nánar Frétt frá www.bssl.is