Skýrsluhald í nautgriparækt

Nú líður að fyrsta eindaga mjólkurskýrslna á nýju verðlagsári. Reglurnar eru þær sömu og síðastliðið verðlagsár þ.e. öllum mjólkurskýrslum skal skilað inn í síðasta lagi 10. dag eftir mælingarmánuð og 1 sýnataka á 3ja mánaða fresti. Nú verða hinsvegar meiri peningar í boði og reglan því sú að ef skilað er einu sinni of seint, þá fellur viðkomandi út úr gæðastýringunni það verðlagsárið.

Nánari upplýsingar má sjá á heimasíðu BÍ, www.bondi.is með því að smella hér.