Nýir þátttakendur í gæðastýringu í sauðfjárrækt þurfa að sækja um aðild til Matvælastofnunar á þar til gerðum umsóknareyðublöðum sem nálgast má með því að smella hér. Sækja skal um fyrir 20. nóvember ef framleiðandi óskar eftir álagsgreiðslum fyrir næsta ár.
Gæðastýringarnámskeið:
Eitt af grunnskilyrðum fyrir þátttöku í gæðastýringu í sauðfjárrækt er að hafa sótt undirbúningsnámskeið.
Námskeið verður haldið í Bútæknihúsinu á Hvanneyri mánudaginn 9. nóvember, frá kl 10 – 18.
Skráning:
Þeir sem óska eftir að sækja námskeiðið eru vinsamlegast beðnir að skrá þátttöku til Bændasamtaka Íslands sem fyrst en í síðasta lagi 4. nóvember. Unnt er að skrá þátttöku í síma 563 0300 eða á tölvupósti til bella@bondi.is
Námskeiðið uppfyllir kröfur Starfsmenntasjóðs BÍ og verður námskeiðsgjaldið því greitt af sjóðnum.