Skepnuhald í influensufaraldri

Í orðsendingu til bænda frá Haraldi Briem sóttvarnarlækni um skepnuhald í influensufaraldri eru menn sem eru ábyrgir fyrir skepnum hvattir til að huga að því hvernig þeir séu í stakk búnir til að bregðast við aðstæðum sem geta komið upp ef margir á heimilinu smitast í einu af inflúensu. Haraldur mælist til að bændur geri áætlun um umhirðu og fóðrun skepnanna og jafnframt hvetur hann fólk með flensueinkenni til að vera ekki að störfum í svína- og alifuglahúsum þar sem hætta er á að fólk með svínaflensu smiti alifugla og svín.

Smellið hér til að lesa orðsendinguna.