Lífeyrissjóður bænda mun innheimta 4% mótframlag á árinu 2011 vegna breytinga á á mótframlagsgreiðslum úr ríkissjóði. Inn á heimasíðu Bændasamtaka Íslands er hægt að nálgst ítarlegar leiðbeiningar um stillingu á mótframlagi í lífeyrissjóð í dkBúbót. //bondi.is Til baka
Brunavarnir eru mikilvægur þáttur í öryggismálum í landbúnaði. Með ýmsum hætti má draga úr líkum á eldsvoða, t.d. með því að stunda markvisst forvarnarstarf, uppfræða starfsmenn og tryggja að frágangur bygginga og vélbúnað sé viðunandi. Mikilvægt er að tryggja að frágangur og ástand raflagna sé eins og best verður á kosið. Reglulega þarf að yfirfara raflagnir og tryggja að allur búnaður virkiRead more about Fagefni um brunavarnir og raflagnir[…]
Næsti umsóknarfrestur um verkefnastyrki hjá NORA er 1. mars n.k. NORA styrkir samstarfsverkefni á sviði sjávarútvegs, ferðaþjónustu, upplýsingatækni, samgangna og flutninga og ýmiss annars samstarfs. Skilyrði er að verkefnin séu í samstarfi a.m.k. tveggja NORA-landa, þ.e. Íslands, Noregs, Grænlands og Færeyja. Styrkfjárhæð er að hámarki 500 þúsund danskar krónur og má ekki nema yfir 50%Read more about Næsti umsóknarfrestur NORA[…]
Á stjórnarfundi þann 6. janúar sl. tók stjórn BV þá ákvörðun að hækka gjaldskrá Búnaðarsamtaka Vesturlands. Hækkunin er m.a. tilkomin vegna niðurskurðar til búnaðarsambandanna í gegnum búnaðarlagasamning, viðvarandi hækkana á eldsneyti og öðrum rekstrarkostnaði. Ný gjaldskrá Búnaðarsamtaka Vesturlands sem samþykkt var af Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu og var kynnt í Bréfi til bænda sem kom útRead more about Ný gjaldskrá Búnaðarsamtaka Vesturlands[…]
Átak til atvinnusköpunar er styrkáætlun iðnaðarráðuneytisins fyrir nýsköpunarverkefni og markaðsaðgerðir starfandi frumkvöðla- og nýsköpunarfyrirtækja. Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur umsjón með umsóknarferlinu fyrir hönd iðnaðarráðuneytisins. Næsti umsóknarfrestur er til og með 3. mars 2011. Nánari upplýsingar átak til atvinnusköpunar er að finna á heimasíðu Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands