Brunavarnir eru mikilvægur þáttur í öryggismálum í landbúnaði. Með ýmsum hætti má draga úr líkum á eldsvoða, t.d. með því að stunda markvisst forvarnarstarf, uppfræða starfsmenn og tryggja að frágangur bygginga og vélbúnað sé viðunandi.
Mikilvægt er að tryggja að frágangur og ástand raflagna sé eins og best verður á kosið. Reglulega þarf að yfirfara raflagnir og tryggja að allur búnaður virki sem skyldi. Öll vinna við raflagnir á að vera framkvæmd af fagmönnum.
Á heimasíðu Bændasamtaka Íslands hefur verið tekið saman fagefni úr ýmsum áttum varðandi brunavarnir í landbúnaði. Hægt er að nálgast það með því að smella hér.
//bondi.is