Bændasamtök Íslands héldu fjölsóttan hádegisfund um matvælaframleiðslu á heimsvísu þriðjudaginn 18. janúar í Bændahöllinni í Reykjavík. Á fundinum var m.a. fjallað um þau viðfangsefni sem blasa við mannkyninu við að brauðfæða þjóðir heims þegar framundan er mikil fólksfjölgun og loftslagsbreytingar hafa neikvæð áhrif á ræktunarskilyrði. Það var fyrirlesarinn Christian Anton Smedshaug, sem er doktor í umhverfisfræðum ogRead more about Hvernig á að brauðfæða heimsbyggðina? – Hljóðupptaka og glærur[…]
Framleiðnisjóður landbúnaðarins stendur nú á þeim tímamótum að skv. fjárlögum 2011 er fjárveiting til sjóðsins skorin niður um meira en 90% borið saman við áður gildandi búnaðarlagasamning. Því er ljóst að sjóðurinn hefur nær eingöngu eigið fé á að ganga til verkefnaráðstöfunar en jafnvel þótt það sé allnokkurt að vöxtum hrekkur það skammt til aðRead more about Framleiðnisjóður landbúnaðarins auglýsir[…]
Fundur var haldinn í Fagráði í hrossarækt þann 17. desember síðastliðinn. Á heimasíðu BÍ má finna fundargerðir fagráðs og upplýsingar um það efni sem var tekið fyrir á fundinum. Smellið hér til að skoða.
Ársuppgjör hefur nú verið keyrt í skýrsluhaldi nautgriparæktarinnar. Við viljum biðja þá sem færa mjólkurskýrslur í Huppu að yfirfara það vel og koma athugasemdum og/eða leiðréttingum á framfæri ef einhverjar eru hið fyrsta eða í síðasta lagi þann 21. janúar n.k. Athugasemdum eða leiðréttingum má koma á framfæri við Friðrik Jónsson (fj@bondi.is), Ingveldi H. IngibergsdótturRead more about Ársuppgjör skýrsluhalds nautgriparæktarinnar[…]
Við áramót þurfa launagreiðendur að uppfæra fjárhæðir og mörk vegna staðgreiðslu og notendur dkBúbótar þurfa að færa þessar upplýsingar inn í launakerfið. Upplýsingar varðandi þetta má finna á heimasíðu Bændasamtaka Íslands með því að smella hér.