Ný gjaldskrá Búnaðarsamtaka Vesturlands

Á stjórnarfundi þann 6. janúar sl. tók stjórn BV þá ákvörðun að hækka gjaldskrá Búnaðarsamtaka Vesturlands. Hækkunin er m.a. tilkomin vegna niðurskurðar til búnaðarsambandanna í gegnum búnaðarlagasamning, viðvarandi hækkana á eldsneyti og öðrum rekstrarkostnaði.
Ný gjaldskrá Búnaðarsamtaka Vesturlands sem samþykkt var af Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu og var kynnt í Bréfi til bænda sem kom út í síðustu viku, var auglýst í stjórnartíðindum þann 27. janúar sl. og hefur þar með tekið gildi.
Gjaldskránna má nálgast inn á vef stjórnartíðinda með því að smella hér.