Næsti umsóknarfrestur NORA

0 (11)
Næsti umsóknarfrestur um verkefnastyrki hjá NORA er 1. mars n.k.  NORA styrkir samstarfsverkefni á sviði sjávarútvegs, ferðaþjónustu, upplýsingatækni, samgangna og flutninga og ýmiss annars samstarfs. Skilyrði er að verkefnin séu í samstarfi a.m.k. tveggja NORA-landa, þ.e. Íslands, Noregs, Grænlands og Færeyja. Styrkfjárhæð er að hámarki 500 þúsund danskar krónur og má ekki nema yfir 50% af heildarkostnaði verkefnis.

Umsóknareyðublöð má nálgast á heimasíðu NORA, www.nora.fo undir liðnum „eyðublöð“, en síðuna má skoða jafnt á dönsku sem íslensku. Þar má einnig finna leiðbeiningar um gerð umsókna og nánari upplýsingar um sjóðinn.
Umsóknir sendast til NORA, Bryggjubakka 12, Postboks 259, 110-Tórshavn í Færeyjum eigi síðar en 1. mars.
Tengiliður NORA er Sigríður K. Þorgrímsdóttir á Byggðastofnun, netfang: sigga@byggdastofnun.is og sími 455 5400. Hún veitir upplýsingar og ráðgjöf varðandi umsóknir og getur haft milligöngu ef leita á samstarfsaðila á NORA-svæðinu.

//www.byggdastofnun.is