Næsti umsóknarfrestur um verkefnastyrki hjá NORA er 1. mars n.k. NORA styrkir samstarfsverkefni á sviði sjávarútvegs, ferðaþjónustu, upplýsingatækni, samgangna og flutninga og ýmiss annars samstarfs. Skilyrði er að verkefnin séu í samstarfi a.m.k. tveggja NORA-landa, þ.e. Íslands, Noregs, Grænlands og Færeyja. Styrkfjárhæð er að hámarki 500 þúsund danskar krónur og má ekki nema yfir 50%Read more about Næsti umsóknarfrestur NORA[…]
Á stjórnarfundi þann 6. janúar sl. tók stjórn BV þá ákvörðun að hækka gjaldskrá Búnaðarsamtaka Vesturlands. Hækkunin er m.a. tilkomin vegna niðurskurðar til búnaðarsambandanna í gegnum búnaðarlagasamning, viðvarandi hækkana á eldsneyti og öðrum rekstrarkostnaði. Ný gjaldskrá Búnaðarsamtaka Vesturlands sem samþykkt var af Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu og var kynnt í Bréfi til bænda sem kom útRead more about Ný gjaldskrá Búnaðarsamtaka Vesturlands[…]
Átak til atvinnusköpunar er styrkáætlun iðnaðarráðuneytisins fyrir nýsköpunarverkefni og markaðsaðgerðir starfandi frumkvöðla- og nýsköpunarfyrirtækja. Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur umsjón með umsóknarferlinu fyrir hönd iðnaðarráðuneytisins. Næsti umsóknarfrestur er til og með 3. mars 2011. Nánari upplýsingar átak til atvinnusköpunar er að finna á heimasíðu Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands
Fræðaþing landbúnaðarins 2011 verður haldið dagana 10. – 11. mars á Hótel Sögu. Þingið er samvinnuverkefni 9 stofnana sem tengjast landbúnaði með einum eða öðrum hætti. Að þessu sinni verður eldgosið í Eyjafjallajökli m.a. í brennidepli en í málstofu um það verður m.a. rætt um áhrif þess á samfélag, búskap, dýralíf og gróður. Viðamikil dagskráRead more about Fræðaþingið verður haldið 10.-11. mars[…]
Nú er búið birta uppgjör fyrir skýrsluhaldið í nautgriparækt fyrir árið 2010. Meðalnytin á svæði BV er nánast sú sama og í fyrra og nær ekki landsmeðaltalinu. Með hæstu meðalnytina þetta árið eru Steinar og Rannveig Tröð í Kolbeinsstaðahrepp en fast á hæla þeirra koma þau Jóhannes Eyberg og Guðlaug á Hraunhálsi í Helgafellssveit. EruRead more about Niðurstöðutölur úr skýrsluhaldinu í nautgriparækt fyrir árið 2010 – Starfssvæði BV[…]