Greiðslumark í mjólk 155 milljónir lítra

Ráðherra landbúnaðarmála hefur nú staðfest reglugerð um greiðslumark mjólkur á næsta verðlagsári, 1. september 2009-31. desember 2010. Greiðslumark mjólkur á því verðlagsári verður 155 milljónir lítra, sem jafngildir 116,25 milljónum lítra m.v. 12 mánuði. Greiðslumark yfirstandandi verðlagsárs (1.9.08-31.8.09) er 119 milljónir lítra. Hér er því um svolítinn samdrátt að ræða, þó minni en útlit var fyrir um tíma í vor að yrði. Skiptist greiðslumarkið í sömu hlutföllum milli greiðslumarkshafa og á yfirstandandi verðlagsári. Þannig fær bú sem hefur 200 þús. lítra greiðslumark á þessu ári, 260.504 lítra greiðslumark á því næsta.
Nánar á vefsíðu Landssamtaka kúabænda naut.is