Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hefur birt auglýsingu um endurskipulagningu varnarlína gegn sauðfjársjúkdómum. Frá því að nefnd um málið skilaði skýrslu um mitt ár 2006 hefur þess verið beðið að tekin yrði ákvörðun um hvernig varnarlínum yrði breytt. Matvælastofnun skilaði tillögum sínum um málið um síðustu áramót. Í tillögum MAST lagði stofnunin áherslu á að varnir gegn riðu- og garnaveiki yrðu meginatriðið en minni áhersla á að verjast öðrum sjúkdómum. Nú hefur ráðuneytið semsagt auglýst nýja skipan varnarlína. Frá þessu er sagt á saudfe.is.