Úttektir – Þróunar- og Jarðabótaverkefni 2009

Við minnum bændur á að tilkynna þarf um þróunar- og jarðabótaúttektir til skrifstofu BV fyrir 20. september 2009. Einnig má sækja um á rafrænu formi á síðunni www.bondi.is undir liðnum –eyðublöð.

Athugið að hafa öll nauðsynleg gögn til staðar áður en til úttektar kemur. Aðeins er greitt út á heila hektara og venjulegar reglur um upphækkanir gilda. Umsókn til Búnaðarsamtakanna um úttekt að hausti jafngildir umsókn um styrk fyrir þessa flokka:
Kölkun túna
Hreinsun skurða
Jarðrækt – grænfóður, gras og korn

Þá minnum við bændur sem eiga umsóknir hjá okkur síðan í vetur um önnur verkefni að láta vita er að úttekt kemur.
Þau verkefni eru:
Neysluvatnsveita
Breytingar á útihúsum og vinnuaðstöðu
Beitastjórn og landnýting

Reglur vegna þróunar- og jarðabótaverkefna má finna á heimasíðu Búnaðarsamtakanna www.buvest.is undir liðnum – ráðgjöf – jarðrækt. Vert er að benda á að lágmarksúttekt á samanlögðu ræktuðu landi er 2 ha og til að standast úttekt á ræktun þarf umsækjandi að leggja fram viðurkennt túnakort.
Nánari upplýsingar um þróunar- og jarðabótaverkefni og túnakortagerð má nálgast á skrifstofu BV í síma 437 1215.

Varðandi úttektir á neysluvatnsveitum og breytingum á útihúsum og vinnuaðstöðu, þá þurfa reikningar fyrir efni og vinnu að vera til staðar. Veruleg hagræðing er, ef meðfylgjandi eyðublað er samviskusamlega útfyllt. ( samantekt reikninga.xls ) Exelblað til útreikninga má nálgast hér.