Landbúnaðarsýningin Glæta 2009 – reidholl.123.is

Dagana 28.-30. ágúst nk. stendur rekstrarfélagið Selás ehf fyrir landbúnaðarsýningu í og við reiðhöllina í Borgarnesi.
Smellið hér til að sjá auglýsinguna.

Slóð á heimasíðu reiðhallarinnar http://reidholl.123.is/home

Á sýningunni munu fjölmörg fyrirtæki sýna og kynna sínar vörur. Það verður mikið um að vera meðan á sýningunni stendur og má nefna m.a. fegurðarsamkeppni íslenska hundsins, dýrasýningu en þar verða meðal annars íslenskar landnámshænur, fasanar, kindur, hestar og kýr, sýning á gömlum dráttarvélum og íslenskt handverk svo eitthvað sé nefnt.

Allar nánari upplýsingar gefur Birna markaðsstjóri í síma 511 4430 eða á netfang birna@markfell.is Fylgist með á heimasíðunni www.reidholl.123.is