Mýraeldahátíð

myrarMýraeldahátíð sem haldin var þann 17.apríl af Búnaðarfélagi Mýramanna heppnaðist afar vel. Þar var samankominn mikill fjöldi sýnenda og sölufólks og voru sölubásar bæði innanhúss í Lyngbrekku og í tjaldi fyrir utan. Sauðfjárbændur í Borgarfirði buðu fólki uppá kjötsúpu og Mýranaut ehf og Sláturhúsið á Hellu grilluðu nautakjöt. Keppt var í liðléttingafimi og sigurvegari varð Vignir Sigurðsson frá Kolugili, sem keppti á Schäffer liðlétting. Mikill fjöldi fólks sótti hátíðina.

Kvöldvaka hátíðarinnar hófst síðan kl.20.30 það var full hús í Lyngbrekku enda mikil og góð skemmtidagskrá í boði. Meðal annars sungu þar 2 kórar, þ.e. Karlakór Kjalnesinga og Samkór Mýramanna, myndasýning frá Mýraeldum, og fleira ásamt hinum stórgóðu kynnum; Inga Tryggvasyni og Guðmundi Steingrímssyni.

Viðurkenningar voru veittar frá Búnaðarfélaginu, það voru bræðurnir á Brennistöðum í Borgarhrepp sem fengu viðurkenningu fyrir fyrirmyndar búskap gegnum árin, en þeir eru að hætta búskap. Síðan fengu þau hjónin á Lambastöðum viðurkenningu fyrir góða uppbyggingu á Lambastöðum, þar kom fyrsta mjaltaþjónafjósið á svæði Búnaðarfélagsins, þau áttu afurðahæstu kúna á svæði Búnaðarfélagsins árið 2009 og einnig var Sigurður Óli nefndur sérstaklega sem aðal hvatamaðurinn að sameiningu Búnaðarfélaganna, þ.e. Borgarhrepps, Álftaneshrepps og Hraunhrepps en þetta nýja sameinaða Búnaðarfélag átti einmitt 5 ára afmæli þann 18.apríl 2010. Að lokum þá var veitt viðurkenning frá Búnaðarsamtökum Vesturlands til stjórnar Búnaðarfélags Mýramanna fyrir kröftugt og líflegt í þágu bænda á svæðinu.