Meistaravörn Svanhildar Óskar Ketilsdóttur fer fram í Ásgarði, í Ársal á 3. hæð, á Hvanneyri, fimmmtudaginn 29. apríl kl. 13:00.
Verkefni Svanhildar er á sviði búvísinda og nefnist „Gashæfni kúamykju og möguleikar metanvinnslu í Eyjafirði”. Prófdómari er Jóhann Örlygsson prófessor við Háskólann á Akureyri. Í meistaraprófsnefnd eru Þóroddur Sveinsson og Jón Guðmundsson báðir lektorar við Landbúnaðarháskóla Íslands. Deildarforseti auðlindadeildar, Áslaug Helgadóttir prófessor, stjórnar athöfninni. Útdrátt úr ritgerðinni má nálgast með því að smella hér. (upplýsingar af vef LbhÍ)