Stofnfundur Félags ungra bænda á Vesturlandi og Vestfjörðum

0 (22)
Fimmtudaginn 15. april var stofnfundur Félags ungra bænda á Vesturlandi og Vestfjörðum haldinn á Mótel Venus. Á fundinn mættu rúmlega 20 manns þrátt fyrir skamman fyrirvara. Á fundinum var farið yfir og samþykkt lög félagsins og samdar ályktanir til þess að fara með á aðalfund S.U.B. auk þess sem kosið var í stjórn félagsins.
Kosnir voru eftirfarandi: Gunnar Guðbjartsson, Hjarðarfelli formaður, Birta Sigurðardóttir, Gullberastöðum ritari, Hrönn Jónsdóttir, Lundi gjaldkeri, Benedikt Steinar Benónýsson, Eystri-Reynir og Kjartan Guðjónsson, Síðumúlaveggjum meðstjórnendur. Varamenn stjórnar eru Arnþór Pálsson, Signýjarstöðum Christine Sarah Arndt, Skörðum og Þorvaldur Ingi Árnason, Skarði. Skoðunarmenn reikninga eru Sigríður Jóhannesdóttir, Hvanneyri og Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir, Hvanneyri.
Fór fundurinn vel fram og hlakkar nýkjörinni stjórn að takast á við komandi verkefni.