Niðurstöðutölur úr skýrsluhaldinu í nautgriparækt fyrir árið 2010 – Starfssvæði BV

Nú er búið birta uppgjör fyrir skýrsluhaldið í nautgriparækt fyrir árið 2010.
Meðalnytin á svæði BV er nánast sú sama og í fyrra og nær ekki landsmeðaltalinu. Með hæstu meðalnytina þetta árið eru Steinar og Rannveig Tröð í Kolbeinsstaðahrepp en fast á hæla þeirra koma þau Jóhannes Eyberg og Guðlaug á Hraunhálsi í Helgafellssveit. Eru þessi bú með afgerandi hæstu afurðirnar á svæðinu. Þau eru einnig í 2. og 3. sæti yfir meðalnyt yfir landið sem verður að teljast glæsilegur árangur.

Nythæsta kýrin á svæði BV árið 2010 er Randa nr.14 á Hvanneyri með 12.115 kg mjólkur, hún er fædd árið 2001. Faðir er Beri nr. 92021.

Með því að smella hér má nálgast upplýsingar um nythæstu kýrnar á svæði Búnaðarsamtaka Vesturlands. Með því að smella hér er hægt að sjá þau bú á starfssvæði Búnaðarsamtakanna sem náðu yfir 4000 þúsund lítrar á árskú.