Framleiðnisjóður landbúnaðarins auglýsir

fllogo

Framleiðnisjóður landbúnaðarins stendur nú á þeim tímamótum að skv. fjárlögum 2011 er fjárveiting til sjóðsins skorin niður um meira en 90% borið saman við áður gildandi búnaðarlagasamning.
Því er ljóst að sjóðurinn hefur nær eingöngu eigið fé á að ganga til verkefnaráðstöfunar en jafnvel þótt það sé allnokkurt að vöxtum hrekkur það skammt til að mæta þörfinni og er bara einnota. Það kallar á endurskoðun á rekstri sjóðsins og áherslum við forgangsröðun og verkefnaval.
Því er það ákvörðun stjórnar sjóðsins að bjóða á árinu 2011 fram stuðning einungis við vel undirbúin verkefni til nýsköpunar atvinnu á bújörðum, samstarfsverkefni bænda og aðra eflingu atvinnu til sveita, ásamt að styðja áfram við Vaxtasprotaverkefni Impru og Starfsmenntasjóð BÍ.

Í því ljósi þá auglýsir sjóðurinn eftir umsóknum um styrki sbr hér að ofan tvisvar á árinu 2011:

Umsóknarfrestur fyrri árshluta er til 25. mars n.k.
(Póststimpill gildir)
Stefnt er að því að ljúka afgreiðslu umsókna í apríl n.k.

Umsóknarfrestur seinni árshluta er til 21. september n.k. (Póststimpill gildir)
Stefnt er að ljúka afgreiðslu umsókna í október n.k.

 

//fl.is