Hvernig á að brauðfæða heimsbyggðina? – Hljóðupptaka og glærur

Bændasamtök Íslands héldu fjölsóttan hádegisfund um matvælaframleiðslu á heimsvísu þriðjudaginn 18. janúar  í Bændahöllinni í Reykjavík. Á fundinum var m.a. fjallað um þau viðfangsefni sem blasa við mannkyninu við að brauðfæða þjóðir heims þegar framundan er mikil fólksfjölgun og loftslagsbreytingar hafa neikvæð áhrif á ræktunarskilyrði. Það var fyrirlesarinn Christian Anton Smedshaug, sem er doktor í umhverfisfræðum og starfar hjá Norsku bændasamtökunum, sem hélt erindið en á eftir voru umræður.

Á heimasíðu Bændasamtaka Íslands má nálgast hljóðupptöku frá fundinum og glærur með því að smella hér.