Búnaðarsamtök Vesturlands

Hvanneyrargötu 3, 311 Borgarnes

Sauðfjárbúið í Skorholti hlaut verðlaun frá Félagi sauðfjárbænda

Sauðfjárbúið í Skorholti hlaut verðlaun frá Félagi sauðfjárbænda

Aðalfundur Félags sauðfjárbænda í Borgarfirði var haldinn í liðinni  viku í kennslusal fjárhúsanna á Hesti. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa fluttu erindi þeir Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson formaður Landssamtaka sauðfjárbænda og Haraldur Benediktsson formaður Bændasamtaka Íslands. Mæting var góð á fundinn og urðu ágætar umræður. Á fundinum veitti félagið sína árlegu viðurkenningu fyrir miklar framfarir í ræktunarstarfi íRead more about Sauðfjárbúið í Skorholti hlaut verðlaun frá Félagi sauðfjárbænda[…]
Vatnsveitur á lögbýlum og lýsingarbúnaður í gróðurhúsum – Sækja þarf um styrki fyrir 1. mars

Vatnsveitur á lögbýlum og lýsingarbúnaður í gróðurhúsum – Sækja þarf um styrki fyrir 1. mars

Vatnsveitur á lögbýlum Veittir eru styrkir úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga til að leggja vatnsveitu að einstökum bæjum í dreifbýli samkvæmt reglugerð nr. 973/2000. Umsóknir um framlög til vatnsveituframkvæmda skulu berast Búnaðarsamtökum Vesturlands fyrir 1. mars. Umsókn skal fylgja staðfest kostnaðar- og framkvæmdaáætlun. Lýsingarbúnaður í gróðurhúsum Veittir eru styrkir til uppsetningar á lýsingarbúnaði samkvæmt aðlögunarsamningi um starfsskilyrðiRead more about Vatnsveitur á lögbýlum og lýsingarbúnaður í gróðurhúsum – Sækja þarf um styrki fyrir 1. mars[…]
Námskeið LbhÍ: Betri fjós

Námskeið LbhÍ: Betri fjós

Eins dags námskeið fyrir kúabændur sem byggir á uppgjöri rannsóknarverkefnisins Betri fjós, sem nú er nýlokið. Á námskeiðinu verður farið yfir nýjungar á sviði húsbygginga, innréttinga og fóðrunartækni í fjósum. Farið verður yfir ýmsa þætti varðandi mjaltaaðstöðu og tækni, bæði fyrir mjaltagryfjur og mjaltaþjóna. Þá verður varið drjúgum hluta námskeiðsins í að fara yfir reynsluRead more about Námskeið LbhÍ: Betri fjós[…]
Styrkir til frumbýlinga í sauðfjárrækt

Styrkir til frumbýlinga í sauðfjárrækt

Við minnum á að umsóknum um styrki til frumbýlinga í sauðfjárrækt skv. ákvæðum núgildandi sauðfjársamnings ber að skila til BÍ fyrir 1. mars næstkomandi. Umsóknareyðublað með nánari leiðbeiningum má finna á heimasíðu BÍ, bondi.is með því að smella hér. Reglur um úthlutun má skoða með því að smella hér.