Vatnsveitur á lögbýlum og lýsingarbúnaður í gróðurhúsum – Sækja þarf um styrki fyrir 1. mars


Vatnsveitur á lögbýlum
Veittir eru styrkir úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga til að leggja vatnsveitu að einstökum bæjum í dreifbýli samkvæmt reglugerð nr. 973/2000.
Umsóknir um framlög til vatnsveituframkvæmda skulu berast Búnaðarsamtökum Vesturlands fyrir 1. mars. Umsókn skal fylgja staðfest kostnaðar- og framkvæmdaáætlun.

Lýsingarbúnaður í gróðurhúsum
Veittir eru styrkir til uppsetningar á lýsingarbúnaði samkvæmt aðlögunarsamningi um starfsskilyrði framleiðenda garðyrkjuafurða. Umsóknir um styrki skulu berast Búnaðarsamtökum Vesturlands fyrir 1. mars.

Nánari reglur og umsóknareyðublöð er hægt að nálgast á heimasíðu BÍ, www.bondi.is.