texel
Sælleg texel ær

Ferðasaga úr ferð nokkurra sauðfjárbænda til Bretlands

Landbúnaðarháskóli Íslands hefur tekið þátt í ýmsum samstarfsverkefnum innan Menntaáætlunar Evrópusambandsins sem Ísland er aðili að í gegnum EES samninginn. Eitt þessara verkefna er Sheepsskills verkefnið sem er samstarfsverkefni nokkura Evrópulanda um gerð kennsluefnis og almenn jafningjafræðsla fyrir sauðfjárbændur.

Búnaðarsamtök Vesturlands komu að Sheepskills verkefninu með LbhÍ og voru m.a. haldnir nokkrir fræðslufundir fyrir sauðfjárbændur í Borgarfirði, Snæfellsnesi og Dölum á síðustu tveimur árum. Endurpunktur þessa samstarfs var sá að nokkrir bændur og starfsmenn verkefnisins færu til annars Evrópulands og kynntu sér sauðfjárrækt þar. Sú ferð var farin 13. -17. febrúar 2012. Farið var til Bretlands og sauðfjárbændur í Kent og Sussex sýslum heimsóttir. Landbúnaðarháskólinn Hadlow College sá um skipulagningu ferðarinnar og starfsmenn hans leiðsögðu hópnum af stakri snilld allan tímann. Í ferðina fóru Ragnhildur Sigurðardóttir, Álftavatni starfsmaður LbhÍ, Eyjólfur Kristinn Örnólfsson, Hvanneyri, starfsmaður LbhÍ, Árni B. Bragason, Þorgautsstöðum 2, starfsmaður BV, Jóhann Oddsson bóndi Steinum 2 og Arnheiður Hjörleifsdóttir og Guðmundur Sigurjónsson bændur á Bjarteyjarsandi.

Aðstæður sauðfjárbænda í Suður-Englandi eru um flest ólíkar íslenskum aðstæðum og einkar fróðlegt var að bera þær saman. Ferðasagan í máli og myndum varpar vonandi ljósi á þetta en hér má skoða bæði myndir og texta um ferðina.

Smellið hér til að skoða myndir.
Smellið hér til að skoða ferðasöguna.