Klaufskurður

cimg3146

Nú er verið að fara af stað með klaufskurðarbásinn eftir vetrardvala. Kúabændur sem hafa áhuga á því að fá klaufskurð á næstu mánuðum eru hvattir til að panta sem fyrst.

Komugjaldið á klaufskurðarbásnum hefur hækkað í 17.000 kr. og tímagjaldið í 7.000 kr. til að standa undir útlögðum kostnaði. Í komugjaldinu er innifalin uppsetning og þrif á básnum.

Líkt og undanfarin ár reynum við að taka fyrir samfelld svæði til að samnýta ferðir. Áhugasamir hafið samband við Guðmund Hallgrímsson í síma 437 1215 eða í gsm 860 7305.