Starfshópur sem Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra skipaði í september sl. um verndun og endurreisn svartfuglastofna leggur m.a. til að fimm tegundir sjófugla af svartfuglaætt verði friðaðar fyrir öllum veiðum og nýtingu næstu fimm árin. Þetta kemur fram í skýrslu sem hópurinn hefur skilað af sér og umhverfisráðherra kynnti í ríkisstjórn í byrjun janúar. Guðbjörg Helga Jóhannesdóttir,Read more about Ágreiningur um tillögur um friðun svartfugls[…]
Stjórn Búnaðarsamtaka Vesturlands tók ákvörðun um hækkun á gjaldskrá á síðasta stjórnarfundi. Nýja gjaldskráin var samþykkt af Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu og hefur nú verið auglýst í stjórnartíðindum og þar með tekið gildi. Gjaldskránna má nálgast inn á vef stjórnartíðinda með því að smella hér.
Þann 29. desember sl. var birt ný reglugerð um greiðslumark mjólkur á lögbýlum og greiðslur til bænda fyrir verðlagsárið 2012. Heildargreiðslumark til framleiðslu mjólkur verður 114,5 milljónir lítra, en var á síðasta ári 116 milljónir lítra. Þá verða þær breytingar á 11. grein, um ráðstöfun óframleiðslutengds og/eða minna markaðstruflandi stuðnings, að 178 milljónum króna verðurRead more about Ný reglugerð um greiðslumark mjólkur[…]
Samkvæmt reglugerð um garnaveiki og varnir gegn henni frá 21. september 2011 er eiganda/umráðamanni sauðfjár og/eða geita á svæðum sem tilgreind eru sem garnaveikisvæði samkvæmt viðauka reglugerðarinnar skylt að láta bólusetja öll ásetningslömb/kið til varnar garnaveiki á tímabilinu 15. ágúst til 31. desember ár hvert eins og verið hefur. Þeir bæir þar sem eigandi/umráðamaður sauðfjárRead more about Sauðfjárbændur athugið[…]
Stjórn BV hefur ákveðið að kosning þingfulltrúa til Búnaðarþings (2013-2015) muni fara fram á aðalfundi BV 2012 nema fram komi krafa um almenna kosningu ekki síðar en 6 vikum fyrir aðalfund samanber ákvæði í samþykktum Bændasamtaka Íslands. Aðalfundur BV 2012 hefur ekki verið dagsettur og verður dagsetning fundarins auglýst um leið og hún liggur fyrir.Read more about Kosning þingfulltrúa til Búnaðarþings 2010-2012[…]