Þann 29. desember sl. var birt ný reglugerð um greiðslumark mjólkur á lögbýlum og greiðslur til bænda fyrir verðlagsárið 2012. Heildargreiðslumark til framleiðslu mjólkur verður 114,5 milljónir lítra, en var á síðasta ári 116 milljónir lítra.
Þá verða þær breytingar á 11. grein, um ráðstöfun óframleiðslutengds og/eða minna markaðstruflandi stuðnings, að 178 milljónum króna verður úthlutað í stað 143,4 milljóna. Sú upphæð skiptist síðan þannig að 90,4 milljónum skal varið til ræktunarverkefna, í gras- og grænfóðurækt, og 87,6 milljónir til kynbótaverkefna, þróunarverkefna í nautgriparækt og til nýliðunar í stétt mjólkurframleiðenda.
Að öðru leyti er nýja reglugerðin samhljóða þeirri fyrri.
Reglugerðina má finna í gegnum eftirfarandi tengil: Nr. 1278/2011
(Af vef BÍ).