Á heimasíðu Matvælastofnunar, mast.is má sjá upplýsingar um niðurstöður tilboðsmarkaðar með greiðslumark mjólkur. Þar kemur fram að við opnun tilboða um kaup og sölu á greiðslumarki mjólkur skv. reglugerð nr. 190/2011 þann 1. apríl 2012 hafi komið fram jafnvægisverð á markaði krónur 300 kr. fyrir hvern lítra mjólkur. Smellið hér til að skoða fréttina áRead more about Niðurstöður tilboðsmarkaðar með greiðslumark mjólkur[…]
Föstudaginn 13. apríl verður haldin ráðstefna á Bifröst um stöðu landbúnaðar í breyttum heimi. Ráðstefnunni er ætlað að kynna og miðla því sem efst er á baugi í ríkjandi þróun landbúnaðarumhverfisins hér á landi og erlendis; hvetja til uppbyggilegrar umræðu um kosti og galla núverandi fyrirkomulags; ræða framtíðargildi breyttrar eða óbreyttrar landbúnaðarstefnu; og að lokum,Read more about Staða landbúnaðar á Íslandi í breyttum heimi – Ráðstefna á Bifröst föstudaginn 13. apríl.[…]
Niðurstöður afurðaskýrslnanna í nautgriparæktinni við lok mars 2012, hafa verið reiknaðar og birtar á nautgriparæktarsíðunum á vef Bændasamtaka Íslands. Smellið hér til að skoða.
Aðalfundur Búnaðarsamtaka Vesturlands 2012 verður haldinn miðvikudaginn 18. apríl að Hótel Hamri við Borgarnes og hefst kl. 11.00 Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Breytingar á samþykktum. Athugið meðfylgjandi tillögu samþykktanefndar. 3. Kosning fulltrúa til Búnaðarþings (vegna næsta kjörtímabils, 2013-2015). 4. Önnur mál. Athygli er vakin á eftirfarandi ákvæðum í samþykktum BV: 2. gr. Búnaðarfélag erRead more about Aðalfundur Búnaðarsamtaka Vesturlands 2012[…]
Á vef Bændasamtaka Íslands hafa verið birtar upplýsingar um gjaldskrá og reglur vegna kynbótasýninga í hrossarækt 2012. Í pistli frá landsráðunauti í hrossarækt er m.a. rætt um reglur varðandi stóðhesta með erfðagalla, upplestur dómabreytinga á yfirlitssýningum, áverkaskráningu, afmörkun brauta og fleira nytsamlegt. Smellið hér til að sjá pistilinn frá Guðlaugi Antonssyni.