Vátryggingafélag Íslands hefur um árabil boðið bændum „Landbúnaðartryggingu“ sem er sérsniðin trygging fyrir búrekstur. Landbúnaðartryggingin er víðtæk og tekur til búfjár, heyja og annars fóðurs samkvæmt forðagæsluskýrslum ásamt áhöldum og tækjum sem tilheyra hefðbundinni búfjárrækt. Einnig er ábyrgðartrygging bænda innifalin í tryggingunni. Ákvörðun hefur verið tekin um að útvíkka skilmála Landbúnaðartryggingar sem felst í þvíRead more about Landbúnaðartrygging VÍS tekur breytingum[…]
Verið er að leggja lokahönd á prentun Nautaskráarinnar haustið 2010 og mun hún væntanlega fara til dreifingar nú fyrir jólin. Nú er komið pdf-skjal með skránni á vef Nautaskráarinnar, www.nautaskra.net. Að þessu sinni eru fleiri reynd naut í dreifingu en nokkru sinni áður eða 25 talsins. Af þessum 25 nautum eru 11 naut úr 2004Read more about Nautaskráin haustið 2010 væntanleg[…]
Við viljum vekja athygli á frétt á heimasíðu Matvælastofnunar, www.mast.is um niðurstöður tilboðsmarkaðar með greiðslumark mjólkur. Smellið hér til að skoða.
Þann 6. desember síðastliðinn var haldin uppskeruhátíð á vegum Vaxtarsprotaverkefnisins. Markmið hátíðarinnar var að vekja athygli á verkefnum þeirra sem tóku þátt í verkefninu á Vesturlandi. Hátíðin var haldin í félagsheimilinu Breiðabliki á Snæfellsnesi. Hægt er að skoða myndir frá uppskeruhátíðinni með því að smella hér.
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hefur staðfest breytingu á reglum um nýliðunarstyrki í sauðfjárrækt. Breytingin felst í því að hægt er nú að sækja um framlög fimm ár í röð í stað þriggja áður, þó aldrei lengur en út gildistíma núverandi sauðfjársamnings. Þeir sem fengið hafa framlög þrisvar nú þegar, geta því sótt um tvisvar í viðbót. Read more about Reglum um nýliðunarstyrki breytt.[…]