Hrútaskráin fyrir veturinn 2010-2011 er komin á netið og hana má nálgast hér: Hrútaskrá sauðfjársæðingastöðvar Vesturlands 2010-2011 Hrútaskrá sauðfjársæðingastöðvar Suðurlands 2010-2011 Einnig er komið út dagskipulag sauðfjársæðinga 2010, það má nálgast hér.
Félögum sauðfjárbænda á Snæfellsnesi, í Borgarfirði og Dölum er boðið upp á námskeiðaröð 2010-2011 í tengslum við fjölþjóðlegt verkefni um nám og þjálfun fyrir sauðfjárbændur. Að þessu námskeiði stendur LbhÍ í samstarfi við Búnaðarsamtök Vesturlands. Námskeiðið er tvískipt. Fyrst koma allir saman að Hvanneyri 16. nóvember en í síðari hlutanum skiptist hópurinn upp og sameinastRead more about Sauðfjárbændur! – ókeypis námskeið: Frjósemi, sæðingar og meðganga.[…]
Fimmtudaginn 4. nóvember munu Búnaðarsamtök Vesturlands standa fyrir áður auglýstri málstofu í tilefni af 25 ára afmæli samtakanna. Málstofan verður haldin í Ársal, í Ásgarði á Hvanneyri og hefst hún klukkan 13.00. Hægt verður að fylgjast með málstofunni í gegnum netið með því að smella hér. Til að geta horft á upptökuna er nauðsynlegt aðRead more about Málstofa BV fimmtudaginn 4. nóvember – Á vefnum[…]
Búið er að ákveða hvaða hrútar verða á sæðingastöðvunum nú í haust og er hér listi yfir hrúta sem verða á Sæðingasöð Vesturlands í haust. Vinnsla á hrútaskrá er kominn á fullt en upplýsingar og myndir af nýjum hrútum má nálgast á sauðfjárræktarsíðu bændasamtakanna Hyrndir hrútar: 03-989 Kaldi frá Kaldbak (frjósemishrútur) 04-829 Kóngur fráRead more about Hrútar á Sauðfjársæðingastöð Vesturlands 2010 – 2011[…]
Þann 1. desember n.k. hefjast viðskipti með greiðslumark mjólkur á svokölluðum kvótamarkaði. Þar er um breytt fyrirkomulag slíkra viðskipta að ræða. Þau munu eftirleiðis eiga sér stað á uppboði þar sem kaupendur og seljendur mætast og verð er ákvarðað. Greiðslumark mjólkur er ákveðið magn mjólkur mælt í lítrum sem ákveðið er fyrir hvert lögbýli ogRead more about Tilboðsmarkaður með greiðslumark mjólkur[…]