Þann 1. desember n.k. hefjast viðskipti með greiðslumark mjólkur á svokölluðum kvótamarkaði. Þar er um breytt fyrirkomulag slíkra viðskipta að ræða. Þau munu eftirleiðis eiga sér stað á uppboði þar sem kaupendur og seljendur mætast og verð er ákvarðað.
Greiðslumark mjólkur er ákveðið magn mjólkur mælt í lítrum sem ákveðið er fyrir hvert lögbýli og veitir rétt til beingreiðslu úr ríkissjóði. Kaup og sala á greiðslumarki mjólkur eru því í raun viðskipti með framleiðslurétt og þar með réttindi til að njóta beingreiðslna úr ríkissjóði. Með nýrri reglugerð sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins frá 10. maí í ár var komið á nýju fyrirkomulagi með þessi viðskipti. Kvótamarkaðir með greiðslumark mjólkur verða haldnir tvisvar á ári, þann 1. desember og 1. júní. Bændur sem hug hafa á að selja frá sér, eða afla sér frekara greiðslumarks, gera skrifleg tilboð þar sem fram kemur ósk viðkomandi um verð og magn. Verð sem myndast á kvótamarkaði er kallað jafnvægisverð. Öll viðskipti á tilteknum kvótamarkaði t.d. þann 1. desember fara fram á því verði sem uppboðið skilaði.
Greiðslumark mjólkur er ákveðið magn mjólkur mælt í lítrum sem ákveðið er fyrir hvert lögbýli og veitir rétt til beingreiðslu úr ríkissjóði. Kaup og sala á greiðslumarki mjólkur eru því í raun viðskipti með framleiðslurétt og þar með réttindi til að njóta beingreiðslna úr ríkissjóði. Með nýrri reglugerð sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins frá 10. maí í ár var komið á nýju fyrirkomulagi með þessi viðskipti. Kvótamarkaðir með greiðslumark mjólkur verða haldnir tvisvar á ári, þann 1. desember og 1. júní. Bændur sem hug hafa á að selja frá sér, eða afla sér frekara greiðslumarks, gera skrifleg tilboð þar sem fram kemur ósk viðkomandi um verð og magn. Verð sem myndast á kvótamarkaði er kallað jafnvægisverð. Öll viðskipti á tilteknum kvótamarkaði t.d. þann 1. desember fara fram á því verði sem uppboðið skilaði.
Jafnvægisverð
Hverjum framleiðanda er í sjálfsvald sett hvaða verð er boðið. Jafnvægisverðið er myndað þannig, að öll sölutilboð eru sett á framboðslínu eftir hækkandi verði og kauptilboð á eftirspurnarlínu eftir lækkandi verði. Þar sem línur eftirspurnar og framboðs mætast, liggur jafnvægisverðið.
Hverjir geta keypt og selt á kvótamarkaði?
Viðskipti á kvótamarkaði byggjast á jafnvægisverði. Framleiðendur sem vildu selja greiðslumark sitt á lægra eða sama verði og hið endanlega jafnvægisverð geta nú selt greiðslumark sitt. Eins geta þeir framleiðendur sem voru reiðubúnir til að greiða jafnhátt eða hærra verð en fram kom á kvótamarkaðinum nú keypt greiðslumark.
Til skýringa á myndun jafnvægisverðs er hér dæmi af myndrænni framsetningu sem sýnir skurðpunkt tveggja lína, annars vegar línu eftirspurnar og hins vegar línu framboðs. Þar sem þessar línur skerast kemur fram hið svokallaða jafnvægisverð.
Nú er óvíst hve mikið ber á milli væntinga kaupenda og seljenda um verð á greiðslumarki mjólkur. Fari svo að mikið beri á milli getur það þýtt að línur eftirspurnar og framboðs nái ekki að mætast. Verði það raunin munu ekki verða viðskipti með greiðslumark á þeim kvótamarkaði. Reynslan ein mun sýna okkur hverjar viðtökur hið nýja fyrirkomulag með greiðslumark fær.
Matvælastofnun heldur fræðslufund um kvótamarkaðinn og viðskipti með greiðslumark mjólkur í Ársal Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri þriðjudaginn 9. nóvember kl. 15. Fundurinn verður jafnframt sýndur í beinni útsendingu á vef MAST.
Ítarefni:
Leiðbeiningar um greiðslumark mjólkur á uppboðsmarkaði
Eyðublað – Kauptilboð á greiðslumarki mjólkur
Eyðublað – Sölutilboð á greiðslumarki mjólkur
Reglugerð um markaðsfyrirkomulag við aðilaskipti að greiðslumarki mjólkur á lögbýlum
//Mast.is