Sauðfjárbændur! – ókeypis námskeið: Frjósemi, sæðingar og meðganga.

Félögum sauðfjárbænda á Snæfellsnesi, í Borgarfirði og Dölum er boðið upp á námskeiðaröð 2010-2011 í tengslum við fjölþjóðlegt verkefni um nám og þjálfun fyrir sauðfjárbændur.  Að þessu námskeiði stendur LbhÍ í samstarfi við Búnaðarsamtök Vesturlands. Námskeiðið er tvískipt. Fyrst koma allir saman að Hvanneyri 16. nóvember en í síðari hlutanum skiptist hópurinn upp og sameinast á sínu svæði. Þeir fundir verða haldnir dagana 22. – 24. nóvember 2010.

Smellið hér til að skoða nánari upplýsingar á heimasíðu LbhÍ.